| Hestur og vatn |
| Hesturinn rauði skynjar hin skærhvítu geislabrot árinnar sem glóir í gegnum fætur hans á vaðinu. Og hestinum finnst að hann fljúgi! árblikið spretti svanvængjað út úr síðum hans báðum. En lyftist ekki til flugs. Fáskrúðugur bakkinn er stutt undan. Hann veður vatnið og upp á þurrt. Drepur tönnum í gras. Geislarnir fjara votir út úr vængjalausum síðunum. |
|
Langanesvegi 20 | 680 Þórshöfn Sími skólastjóra 468-1164 |
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda:
Árni - 647-0715 arni@thorshafnarskoli.is
Hilma - 468-1164 hilma@thorshafnarskoli.is