Litlu jól og jólafrí

Í dag höldum við litlu jólin í grunnskólanum. Nemendur mæta kl. 10:30 og eiga notalega stund með sínum umsjónarkennurum, fara í pakkaleiki, lesin verður jólasaga, skipst á jólakortum og fleira. Nemendur og starfsfólk borða svo saman hádegismat í mötuneytinu kl. 12:00 og að hádegisverði loknum eru nemendur komnir í jólafrí. Kennsla hefst á ný föstudaginn 3. janúar kl. 8:10.

Starfsfólk Grunnskólans á Þórshöfn óskar ykkur öllum gleði og friðar um hátíðarnar og þakkar fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.