List fyrir alla - Skeyti til náttúrunnar

Kamilla Gylfadóttir kom með skemmtilegt listfræðsluverkefni til okkar fyrsta dag októbermánaðar. Verkefnið byggir á Morse-kóða kerfinu og táknfræði tíbetsku bænafánanna og fengu nemendur á miðstigi að búa til þeirra eigið táknkerfi til að skapa samtal við náttúruna. 

Nemendur ákváðu í sameiningu hvað þeir vildu segja við náttúruna og varð niðurstaðan "kældu þið aðeins". Allir fengu að skreyta nokkra fána og voru þeir svo límdir upp á band samkvæmt Morse-kóða kerfinu.