Laust starf

Laus er til umsóknar staða stuðningsfulltrúa á yngsta stigi frá 3.janúar 2020 en um er að ræða 100 prósent starf, tímabundið til 5.júní 2020.

Vinnutími er frá kl. 8.00 til kl. 16.00 en eftir að kennslu lýkur á daginn tekur við vinna í lengdri viðveru.

Helstu verkefni:

Að aðstoða nemendur eftir þörfum hvers og eins í samvinnu við kennara, frímínútnagæsla og vinna og skipulag í lengdri viðveru barna.

Hæfniskröfur:

Nám stuðningsfulltrúa eða góð almenn menntun.

Áhugi á að vinna með börnum, sveigjanleiki og jákvæðni í samskiptum og samvinnu.

Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Verkalýðsfélags Þórshafnar

Umsóknafrestur er til og með 12.desember 2019

Umsóknir og fyrirspurnir sendist á hilma@thorshafnarskoli.is