Laus staða kennara á vorönn

Við óskum eftir áhugasömum kennara á mið- og unglingastig sem er skapandi í starfi og hefur mikinn áhuga á fjölbreyttum kennsluháttum og skólaþróun.  Aðal kennslugrein er stærðfræði. 

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf kennara
  • Færni í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Áhugi og hæfni til að starfa í teymisvinnu
  • Góð íslenskukunnátta

Um er að ræða 100% stöðu og verður ráðið í stöðuna frá 1. janúar 2024.

Umsókn um starf skal senda á netfangið hilma@thorshafnarskoli.is

Umsóknarfrestur er til og með 20. nóvember 2023 og skal með umsókn fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

 

Hilma Steinarsdóttir
Skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn
Sími 468-1164