Laus 100% staða á vorönn

Við auglýsum eftir stuðningsfulltrúa og starfsmanni í frístund við Grunnskólann á Þórshöfn frá 3.janúar til 29.maí.

Um er að ræða 100% stöðu og er vinnutími frá 8.00 til 16.00

Stuðningsfulltrúi

  • tekur virkan þátt í þróun og uppbyggingu á stefnu og sýn skólans.
  • aðstoðar nemendur við athafnir daglegs lífs og til virkrar þátttöku í skólastarfi
  • miðlar þekkingu og stuðlar að jákvæðri félagslegri mótun
  • sýnir virkni í útfærslu og eftirfylgni í öllu skólastarfinu
  • er á frímínútnavakt eftir frekara skipulagi
  • starfar undir stjórn kennara í námsaðstæðum þeirra nemenda sem hann sinnir hverju sinni.
  • sinnir öðrum þeim störfum er skólastjóri, deildarstjóri stoðkennslu eða umsjónarkennari kann að fela viðkomandi

 

Menntun

Framhaldsskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi.

 

Reynsla

Reynsla af vinnu með börn er æskileg.

 

Hæfni

Lipurð í samstarfi, þolinmæði, jákvæðni, sveigjanleiki og hæfni í mannlegum samskiptum. Stundvísi og áreiðanleiki. Metnaður og áhugi á skólaþróun og nýungum í skólastarfi. Góð íslenskukunnátta mikilvæg.

Umsóknarfrestur er til og með 14. desember 2023 og skal senda umsóknir á netfangið hilma@thorshafnarskoli.is

-uppfært: umsóknarfrestur framlengdur til 3.janúar 2024 og möguleiki á hlutastarfi, frístund yrði 30-40% og stöðuhlutfall stuðningsfulltrúa 60-70%.-