Kynning frá Unglingadeildinni Þór

Þorsteinn Ægir kom í vikunni og kynnti fyrir nemendum starfsemi unglingadeildar björgunarsveitarinnar. Starfsemin er fyrir börn úr 7. bekk og eldri og er fyrsti viðburður næsta þriðjudagskvöld. 

Skemmtileg viðbót við félagsstarf barna og unglinga á staðnum.