Krakkaspjall hjá 1. og 2.bekk

Eitt af verkefnum í Krakkaspjalli er að deila upplýsingum með öðrum og vildu nemendur gera það með myndbandi. 

Hér má sjá myndbandið þeirra

Krakkaspjall er samræðu- og samskiptaverkefni ætlað strákum og stelpum á yngsta- og miðstigi grunnskóla. Verkefnið samanstendur af 10 samræðu- og samskiptafundum og er hver fundur 40-60 mínútna langur. Á fundunum hittast krakkahópur og samræðustjóri og taka þátt í fjölbreyttum samræðu- og samskiptaverkefnum.  (msha.is)