Líkt og í fyrra mun skólinn bjóða upp á þá þjónustu að nemendur og foreldrar geti keypt öll helstu ritföng í gegnum skólann.
Búið er að panta svipað magn ritfanga og í fyrra og munu ritföngin bíða nemenda hér í skólanum þegar skóli hefst, í sérstökum hirslum merktum hverjum nemanda. Ritföngin verða í vörslu skólans og nemendur geta fengið ný ritföng þegar þá vantar.
Vilji foreldrar/forráðamenn EKKI nýta sér þessa þjónustu eru þeir beðnir um að afþakka þjónustuna á netfang ritara skólans; vilborg@thorshafnarskoli.is
Innheimta verður með sama sniði og í fyrra, eða í gegnum skrifstofu Langanesbyggðar.
|
Langanesvegi 20 | 680 Þórshöfn Sími skólastjóra 468-1164 |
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda:
Árni - 647-0715 arni@thorshafnarskoli.is
Hilma - 468-1164 hilma@thorshafnarskoli.is