Hringekja á yngsta stigi

Vikan hefst á hringekju á yngsta stigi og í morgun var unnið með orð og setningar, kaplakubba og Osmo

Að vinna með kaplakubba: 

  • Þjálfar rýmisgreind og skilning á rúmfræði.
  • Stuðlar að samvinnu.
  • Krefst einbeitningar, þolinmæði og úthalds.  

 

Hvað er Osmo?:

Osmo er leikja- og kennslukerfi sem sameinar snertanlega hluti og skjánotkun á iPad. iPadinn er settur í sérstaka stöð og spegill festur yfir myndavélina svo hún sjái það sem lagt er á borðið fyrir framan. Nemendur leysa verkefni með því að hreyfa raunverulega hluti, t.d. stafi, tölur, form eða peninga og kerfið bregst við í rauntíma. Osmo nýtist í námsgreinar eins og stærðfræði, forritun, rýmisgreind og listsköpun. Vinsælasti leikurinn hjá okkar nemendum er Pizza Co, þar sem nemendur reka pizzastað, taka við pöntunum, elda, afgreiða og vinna með peninga og rekstrarhugtök.