Hraustir krakkar!

Skólahreysti fór fram á Akureyri 4.mars og áttum við okkar fulltrúa þar. Þeir nemendur sem hafa verið í skólahreystivali í vetur fóru allir með en þau sem kepptu voru þau Dagný Rós Kristjánsdóttir, Ingimar Darri Jónsson, Katrín Rúnarsdóttir og Unnar Gamalíel Guðmundsson. Varamenn voru þau Sigurbergur Gunnar Halldórsson og Zuzanna Jadwiga Potrykus. 

Krakkarnir stóðu sig vel en nemendur úr hinum skólunum stóðu sig þó betur :) Fyrstu þrjú sætin tóku skólar úr Skagafirðinum og óskum við þeim til hamingju!

 

Skólahreystihópurinn slappaði svo af og hafði gaman eftir keppni í bústöðum í Kjarnaskógi en þar gistu þau eina nótt. Á heimleiðinni daginn eftir komu þau við í Hvalasafninu á Húsavík. Skemmtileg ferð í alla staði, mikil stemning hjá keppendum og stuðningsfólki. 

 

Myndir