Hjóladagur

Sérstakur hjóladagur var í dag hjá okkur og fengum við af því tilefni góða gesti. Þau Steinar og Silja frá lögreglunni komu og spjölluðu við nemendur og skoðuðu hjólin þeirra.  Steinar og Silja efndu til hraðakeppni en þau notuðu radarinn í lögreglubílnum til að mæla hraðann á þeim sem það vildu, hraðinn var allt frá 15 til 20 km/klst.  Eftir samveruna á skólalóðinni hjóluðu og gengu nemendur í lögreglufylgd út úr bænum norðan megin.  

sjá myndir