Heimsókn Dr. Bryony Mathew, sendiherra Bretlands

Sendiherra Bretlands, Dr. Bryony Mathew, ásamt fulltrúum breska ráðuneytisins í Reykjavík heimsótti skólann okkar í dag.

Tilefni heimsóknarinnar var að tala við börn um bókina ,,Tæknitröll og íseldfjöll: frábær störf framtíðarinnar” sem sendiráðið gaf út haustið 2022.  Ásamt því að kynna bókina ræddi hópurinn við nemendur um störf framtíðarinnar, þeirra drauma og áskoranir.

Hér er meira um verkefnið: Tæknitröll og íseldfjöll | Kennarasamband Íslands

Að lokinni kynningu fékk hver nemandi eintak af bókinni að gjöf ásamt bókamerki, borðspili og lista með hugmyndum um störf. 

Við þökkum Dr. Bryony Mathew og fylgdarliði fyrir skemmtilega heimsókn