Harmonika

Hallveig Salka er skráð í harmonikunám við Tónlistarskóla Langanesbyggðar
Hallveig Salka er skráð í harmonikunám við Tónlistarskóla Langanesbyggðar

Það bættist harmonika í hljóðfærasafn Tónlistarskóla Langanesbyggðar í vikunni. Harmonikan er af gerðinni Weltmeister Rubin 30/60/II/3 MT. 

Tónlistarskólinn fékk veglega styrki frá Harmonikufélagi Þingeyinga og Verkalýðsfélagi Þórshafnar til kaupanna. Fyrir það erum við afar þakklát og þökkum vel fyrir.