Grunnskólinn á Þórshöfn og leikskólinn Barnaból auglýsa eftir deildarstjóra stoðþjónustu.

Grunnskólinn á Þórshöfn og leikskólinn Barnaból auglýsa eftir deildarstjóra stoðþjónustu.

Um er að ræða 100% starf sem skiptist á milli stofnana í hlutfalli við þörf hverju sinni.

Mikið og gott samstarf er á milli skólanna og í unnið er í anda lærdómssamfélags, mikil áhersla er á teymisvinnu og góð samskipti. Báðir skólar hafa innleitt agastefnuna Jákvæður agi og starfa eftir þeirri stefnu.

Í Grunnskólanum á Þórshöfn eru 55 nemendur og  á Barnabóli eru 25 börn

 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Umsjón með stoðkennslu og kennslu íslensku sem annars máls
  • Sér til þess að veitt sé stoðþjónusta í hverjum árgangi eftir þörfum
  • Er tengiliður skólans við sálfræðinga, talmeinafræðinga og aðra sérfræðinga og stofnanir sem tengjast skólunum
  • Er tengiliður um samþætta þjónustu í þágu farsældar barns
  • Veitir stuðningsfulltrúum faglegan stuðning
  • Situr teymis- og skilafundi eftir því sem við á
  • Aðstoðar kennara við gerð einstaklingsnámskráa
  • Aðstoðar kennara við að skipuleggja nám barna með sérþarfir í námshópi
  • Hefur eftirlit með námsgögnum sem eru sérstaklega ætluð í stoðkennslu  og sér um skipulagningu á stoðkennsluaðstöðu í samráði við aðra stjórnendur.
  • Útbýr aðlagaðar stundaskrár nemenda þegar þörf er á

Menntunar og hæfniskröfur

  • Umsækjandi skal hafa leyfisbréf til kennslu
  • Framhaldsmenntun og reynsla sem nýtist í starfi, s.s. á sviði sérkennslu og/eða stoðþjónustu
  • Stjórnunarreynsla æskileg
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki
  • Frumkvæði og metnaður
  • Skipulagshæfni og nákvæmni í vinnubrögðum
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
  • Góð almenn tölvukunnátta

Ráðið er í stöðuna frá 1. ágúst 2024

Umsókn um starf skal senda á halldoraf@langanesbyggd.is eða  hilma@thorshafnarskoli.is

 

Umsóknarfrestur er til og með 5. apríl 2024 og skal með umsóknum fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.