Kæru foreldrar, forráðamenn og nemendur! Að baki er fyrsti samtalsdagur vetrarins þar sem nemendur og kennarar áttu saman spjall um áherslur vetrarins og stöðuna í upphafi hans. Foreldrar lögðu auðvitað sitt til málanna. Dagurinn var sérlega ánægjulegur og eru umsjónarkennarar skólans þakklátir fyrir þessa góðu stundir með ykkur. Nú vitum við svo miklu meira en fyrr um ykkur, áherslur, væntingar og markmið. Mæting var nánast 100% og er það sérlega ánægjulegt. Ekkert er mikilvægara en gott samtal um skólagönguna og samstarf heimila og skóla. Kærar þakkir fyrir okkur! Umsjónarkennarar
|
Langanesvegi 20 | 680 Þórshöfn Sími skólastjóra 468-1164 |
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda:
Árni - 647-0715 arni@thorshafnarskoli.is
Hilma - 468-1164 hilma@thorshafnarskoli.is