Góður gestur og vísir að steinasafni

Aðalsteinn J. Maríusson steinasafnari og handverksmaður mun koma til okkar í grunnskólann á föstudag, hitta nemendur og sýna þeim ólíka steina úr eigin safni sem hann mun svo gefa okkur 😊

Nemendur munu í framhaldinu setja upp steinasýningu. Raða þeim upp í glerskápa, merkja þá og gera upplýsingaveggspjöld. Opin sýning verður í kringum 90 ára afmæli skólans í október, nánar auglýst síðar.

Aðalsteinn er mikill handverksmaður og verður með opna sýningu á eigin handverki í anddyri grunnskólans á laugardag frá kl. 10.00 til kl. 17.00.