Árið byrjar vel og allt komið í fullan gang. Það voru margir sem geyspuðu fyrsta morguninn enda erfitt að vakna aftur snemma eftir svona gott frí. Það er námsmatsvika hjá okkur í næstu viku og kennarar á fullu að undirbúa það. Námsmatið er með ýmsu móti, hvort heldur sem er í formi prófs/könnunar, verkefna, mat á verkefnabókum og vinnu tímum, því best er að námsmatið sé sem fjölbreyttast. Þeir sem eru með námsmatsmöppur sínar enn heima hjá sér mega endilega koma þeim til umsjónarkennara.
| 
 Langanesvegi 20 | 680 Þórshöfn Sími skólastjóra 468-1164  | 
 
  | 
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda:
Árni - 647-0715 arni@thorshafnarskoli.is
Hilma - 468-1164 hilma@thorshafnarskoli.is