Fyrirlestrar um mikilvægi svefns og svefnvandamál

Mánudaginn 20. mars heldur Dr. Erla Björnsdóttir fyrirlestra um mikilvægi svefns og svefnvandamál.

Nemendur 7.-10.bekkjar munu fá fræðslu á skólatíma en svo mun Langanesbyggð bjóða upp á opna fyrirlestra seinnipartinn.

Fyrirlestrarnir verða í Þórsveri sem hér segir: 

kl. 16:15 Fyrirlestur fyrir starfsfólk LNB og aðra sem vilja, opinn fyrirlestur, gert ráð fyrir klukkutíma.

Betri svefn - grunnstoð heilsu.
Í þessum fyrirlestri mun Dr. Erla Björnsdóttir fara yfir mikilvægi svefns fyrir andlega og líkamlega heilsu, fjalla um algeng svefnvandamál og gefa ráð til að öðlast góðan nætursvefn.

kl. 17:30 - fyrirlestur fyrir foreldra leik- og grunnskólabarna - gert ráð fyrir klukkutíma.

Betri svefn-grunnstoð heilsu.
Í þessum fyrirlestri mun Dr. Erla Björnsdóttir fara yfir mikilvægi svefns fyrir heilsu og vellíðan barna og unglinga. Erla mun fjalla um þætti sem hafa áhrif á svefn barna og gefa foreldrum góð ráð sem stuðla að góðum svefni barna og unglinga.

Fyrirlestrarnir eru þátttakendum að kostnaðarlausu.