Fullar körfur af ávöxtum og grænmeti frá Kjörbúðinni

Við þökkum Kjörbúðinni fyrir góða gjöf!
Við þökkum Kjörbúðinni fyrir góða gjöf!

Í tilefni átaksins Göngum í skólann gaf Kjörbúðin okkur sjö veglegar ávaxta- og grænmetiskörfur sem nemendur hafa fengið að gæða sér á í þessari viku. Í körfunum mátti m.a. finna  kókoshnetur sem vakti sérstaka lukku hjá nemendum og var smíðakennarinn fenginn til að opna þær. Nemendur fengu svo að gæða sér á innihaldinu og verða skeljarnar notaðar við skartgripagerð.