Framundan í desember

Þar sem við urðum að breyta fyrirkomulagi og fresta leiksýningu þurfum við að færa jólastöðvarnar til. 

Næsta vika fer í lokaæfingar, uppsetningu leiksýningar og upptöku.

Jólastöðvar verða miðvikudaginn 16.desember og fimmtudaginn 17.desember.
Venjan hefur verið að bjóða fjölskyldum nemenda í heimsókn seinni daginn en því miður gengur það ekki upp í ár.

18.desember verður stuttur dagur en þá verða stofu jól og hátíðarhádegisverður í mötuneyti fyrir alla nemendur og allt starfsfólk skólans.
Enn er þó óljóst hvort við megum vera öll saman eða ekki þann dag í mötuneytinu. Eftir hávegisverðinn verða allir komnir í jólafrí!
Nánari tímasetningar verða sendar út þegar nær dregur.