Frábært námskeið í boði foreldrafélaga leik- og grunnskóla!

Foreldrafélög leik- og grunnskólans bjóða foreldrum upp á námskeið í jákvæðum aga.

Námskeiðið verður haldið í Grunnskólanum á Þórshöfn, sunnudaginn 30.október kl.13:00. Námskeiðið er c.a. 3 klst. og verður boðið upp á kaffi og vöfflur.

Nauðsynlegt er að skrá sig á námskeiðið og er linkur á skráningarblað hér.

Á námskeiðum um Jákvæðan aga læra foreldrar að auka færni sína í foreldrahlutverkinu með aðferðum hugmyndafræðinnar. Megin áherslan er á að nýta sér verkfæri Jákvæðs aga sem byggja á góðvild og festu, ásamt því að nýta sér fjölskyldufundi. Þá læra þátttakendur að skilja betur hvað liggur að baki hegðun barna þeirra og finna nýjar leiðir til að leiðbeina þeim.

Báðir skólarnir eru að innleiða jákvæðan aga. Það er mikill hagur fyrir alla ef góð þátttaka fæst hjá foreldrum þannig að heimili og skóli geti unnið enn betur saman.

Við hvetjum því alla til að nýta sér þetta frábæra tækifæri