Forvarnir gegn Covid-19

Við biðlum til fólks að sýna samábyrgð og biðjum fólk sem kemur frá öðrum löndum og úr Reykjavík að hitta ekki nemendur eða fólk á þeirra heimilum í tvær vikur.

Það sem við í GÞ gerum í forvarnarskyni gegn Covid-19:

 

Sundkennsla og íþróttakennsla í íþróttahúsi fellur niður frá og með næsta þriðjudegi.

Í mötuneytinu er það bara starfsfólk mötuneytis sem skammtar á diska.

Við höldum áfram að fara fram á handþvott og sótthreinsun.

Við höldum áfram að sótthreinsa alla helstu snertifleti í skólanum á hverjum degi.

Við frestum leiklistarnámskeiði sem átti að vera í mars. 

Skólaþjónusta og Keldan kemur ekki meira til okkar á þessari önn en þjónustar í gegnum fjarfundi.

Starfsmenn og nemendur skólans sem eru að koma að utan eða úr Reykjavík koma ekki í skólann fyrr en eftir 14 daga.