Fjölgreindaleikarnir eru byrjaðir!

Fjölgreindaleikarnir hófust í morgun og halda áfram á morgun, þessir dagar eru tvöfaldir, skóla lýkur kl.14.45 í dag þriðjudag og um kl.15.30 á morgun miðvikudag.

Á fjölgreindaleikunum er unnið út frá kenningu Gardners um að mannleg greind skiptist niður í átta ólíkar greindir, það eru: 

  • Málgreind
  • Rök – og stærðfræðigreind
  • Rýmisgreind
  • Tónlistargreind
  • Líkams- og hreyfigreind
  • Samskiptagreind
  • Sjálfsþekkingargreind
  • Umhverfisgreind.

Á hvorum degi fara allir hópar á átta stöðvar og er unnið með eina ákveðna greind á hverri stöð.

Sjá myndir