Auglýsum eftir tónlistarkennara

Tónlistarskóli Langanesbyggðar óskar eftir tónlistarkennara í 100 % stöðu, tónlistarskólinn er deild innan Grunnskólans á Þórshöfn.

Í Grunnskólanum á Þórshöfn eru 55 nemendur og starfsmenn eru um 15. Starfsemi skólans einkennist af kraftmiklu og framsæknu skólastarfi. Leitað er að bjartsýnum og lausnamiðuðum einstaklingi með mikinn metnað, sem sýnt hefur árangur í störfum sínum og leggur áherslu á velferð og framfarir nemenda í góðu samstarfi við starfsfólk og foreldra. 

Helstu verkefni eru:

  • Að annast kennslu og sjá um tónleikahald.
  • Vinna saman að stundatöflugerð með umsjónakennurum og skólastjóra en nemendur hafa ýmist fasta stundaskrá eða rúllandi í tónlistarskólanum.
  • Að veita foreldrum sem gleggstar upplýsingar um skólann, skólastarfið og gengi viðkomandi nemanda.
  • Að hafa hagsmuni og jafnrétti nemenda að leiðarljósi og sýna hverjum og einum virðingu, áhuga og umhyggju.
  • Önnur verkefni sem að skólastjóri felur kennara eða verkefni sem eru skilgreind á hans ábyrgðarsviði

 

Menntun og hæfniskröfur

  • Réttindi til kennslu í tónlistarskóla er æskileg
  • Þekking á kennslu- og uppeldisfræði er æskileg
  • Góð færni í hljóðfæraleik
  • Forystu-, skipulags- og samskiptahæfileikar
  • Frumkvæði og sjálfstæði
  • Áhugi á að taka þátt í teymisstarfi og umbótaverkefnum
  • Hæfni til að miðla upplýsingum í töluðu og rituðu máli

 

Umsóknir ásamt ferilskrá og meðmælendum óskast sendar á netfangið hilma@thorshafnarskoli.is

Umsóknarfrestur er til 5.apríl 2024