Dagur stærðfræðinnar

Í dag er dagur stærðfræðinnar og er hann tvöfaldur dagur á skóladagatali. Hipp, hipp, húrra!!!

Við brutum upp kennsluna í skólanum eftir frímínútur og efndum til byggingarkeppni úr dagblöðum og límbandi þar sem bekkjardeildir kepptu um að byggja hæsta turninn. Þá voru viðurkenningar fyrir flottustu hönnunina, besta arkitektúrinn, fljótustu smiðina, bestu lausnina og besta samstarfið. Sjá myndir hér!

Til stóð að hafa þennan dag með svipuðu sniði og í fyrra og bjóða öllum foreldrum í skólann og hafa stærðfræðiratleik um bæinn en við þurftum að finna aðrar leiðir.

10. bekkur hefur búið til ratleik sem þau hengja upp um bæinn í dag. Hann er í þremur flokkum, yngsta stig, miðstig og unglingastig. Það eru 6 stöðvar (sjá kort). Allir nemendur fá með sér heim í dag svarblað til að nota í leiknum.
Gert er ráð fyrir að þrautin sé leyst eftir skóla eða um helgina og að foreldri/forráðamaður fylgi með og kvitti undir blaðið. Því má svo skila í skólann í næstu viku, í síðasta lagi á miðvikudag.


Njótum samveru í fallega bænum okkar og leysum skemmtilegar þrautir.