Eins og vitað er þá urðum við að ráðast í verulegar breytingar á húsnæði skólans vegna myglu sem greindist í skólabyggingunni síðastliðið vor.
Heildarfjöldi nemenda í haust er 54 og skiptast þeir á þrjú aldursstig, sem nú hafa aðsetur í þremur aðskildum byggingum.
Skólinn opnar kl. 7.50.
Sérgreinastofur og kennsla:
Skólamötuneytið er á sínum stað eða á Holtinu í Þórsveri og er hádegishlé frá kl. 11.30 - 12.00.
Frístund hefur komið sér vel fyrir á efstu hæð íþróttahússins þar sem áður var bókasafn og eru 17 nemendur skráðir í frístund. Tónlistarskóli Langanesbyggðar nýtir sama rými.
Ég er afar þakklát starfsfólki Grunnskólans á Þórshöfn og starfsfólki Þjónustumiðstöðvar Langanesbyggðar fyrir alla þá vinnu sem fór fram á starfsdögum og stendur enn yfir við að koma okkur sem best fyrir í nýjum húsakynnum. Jákvæðni og samstaða einkenna hópinn og finnum við jafnframt fyrir jákvæðni og skilningi frá foreldrum sem skiptir okkur máli.
Það er alltaf ánægjulegt að hefja nýtt skólaár og þetta ár er engin undantekning. Breyttar aðstæður geta falið í sér dýrmæt tækifæri til að læra, vaxa og þróast. Starfsfólk skólans er fagfólk sem vinnur af einlægni og metnaði að því að skapa jákvætt, öruggt og fjölbreytt námsumhverfi fyrir alla nemendur.
Ég hlakka til samstarfs við nemendur og foreldra skólaárið 2025-2026.
Með bestu kveðju,
Hilma Steinarsdóttir
Skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn
Langanesvegi 20 | 680 Þórshöfn Sími kennarastofu 468-1454 Sími skólastjóra 468-1164 |
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda:
Árni - 468-1454 arni@thorshafnarskoli.is
Hilma - 468-1164 hilma@thorshafnarskoli.is