Bókagjöf frá Verkalýðsfélagi Þórshafnar

Verkalýðsfélag Þórshafnar gaf bókasafninu myndarlega gjöf, bókaflokkinn um Goðheima. Hér er 5. bekkur með bækurnar níu en þau eru að vinna með goðafræði í samfélagsfræðitímum. Verkalýðsfélagið fær bestu þakkir fyrir þessa góðu gjöf.