Auglýsum eftir kennurum

Hver vill ekki tilheyra þessum flotta hóp!
Hver vill ekki tilheyra þessum flotta hóp!

Við óskum eftir áhugasömum kennurum sem eru skapandi í starfi og hafa mikinn áhuga á fjölbreyttum kennsluháttum og skólaþróun.

Menntunar- og hæfniskröfur:

Leyfisbréf kennara
Færni í mannlegum samskiptum
Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
Áhugi og hæfni til að starfa í teymisvinnu
Snyrtimennska og stundvísi

Í boði eru fjölbreytt viðfangsefni, þar sem hæfileikar og frumkvæði kennarans fá notið sín.

Okkur vantar umsjónarkennara á unglingastigi, kennara í íþróttum, list- og verkgreinum, heimilisfræði og raungreinum.

Ráðið er í stöðurnar frá 1.ágúst 2021.

Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðu skólans, grunnskolinn.com

Umsókn um starf skal senda á netfangið hilma@thorshafnarskoli.is

Hilma Steinarsdóttir
Skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn
Sími 468-1164 eða 852-0412
Netfang hilma@thorshafnarskoli.is

Umsóknarfrestur er til og með 16. apríl 2021 og skal með umsóknum fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.