Ævintýri á aðventunni

Leikhópurinn Hnoðri í norðri kom með sýninguna Ævintýri á aðventunni til okkar í morgun en þar komu fram ýmsar "persónur" sem við könnumst við, s.s. Grýla, Stúfur, jólakötturinn og Solla á bláum kjól.

Við settum upp jólatréð í dag og í næstu viku setjum við jólamyndirnar okkar í gluggana.

Starfsdagur á morgun og nemendur því komnir í langt helgarfrí. 

 

Næsta vika:

Mánudagur og þriðjudagur - hefðbundnir dagar

Miðvikudagur - Jólastöðvar og allir nemendur til kl. 14.00 í skólanum

Fimmtudagur - jólastöðvar til kl. 14.00 og fjölskyldukaffi frá 14.30-16.00

Föstudagur - stofujóla kl.10.00 - 12.00 og hátíðarverður kl. 1200-13.00  -Jólafrí :)