3.nóv-17.nóv 2020

 

Það verða breytingar á skólastarfinu hjá okkur næstu tvær vikur. Skipulagið er unnið með bæði sóttvarnir og menntunarskyldu í huga. Gildir þetta skipulag frá 3.nóv til og með 17.nóv.

Nemendur mæta alla daga en skóla lýkur kl. 12.00 og munu skólabílar sækja kl.12 (ekki mötuneyti)

Frístund verður opin til kl.16.00 og verður mötuneyti fyrir þau börn.

Skólanum verður skipt upp í þrjú hólf og verða ákveðnir starfsmenn í hverju hólfi eða með hvern hóp og munu þeir ekki fara á milli nemendahópa.

 

1.-4.bekkur

Lára, Lilja, Magda, Magga, Hanna Dísa og Solla.

Nota bekkjastofur og skiptistofu á þeirra gangi.

 

5. og 6.b

Líney, Lotta, Sveinbjörg, Sirrý og Ágústa.

Nota bekkjastofur, skiptistofu á þeirra gangi og heimilisfræði stofu.

 

7.-10.bekkur

Hulda, Árni, Hrafngerður, Almar, Hanna Margrét og Hildur.

Nota bekkjastofur 8.-10.b, kaffistofu og myndmenntar og smíðastofu.

Nemendur í 7.bekk eiga að mæta í kaffistofuna, það verður þeirra bekkjastofa.

Nemendur í 7.-10.bekk ganga inn um starfsmannainngang sem er á suðurálmu skólans.

 

Nemendur í 5.-10.bekk þurfa að vera með grímur en mega þó taka þær niður þegar 2 metrar eru á milli þeirra inni í bekkjastofum. Þeir nemendur sem ekki eiga grímur fá í skólanum.

 

Í skólabíl gilda sömu reglur og í almenningssamgöngum, þ.e. allir þurfa að vera með grímur.

Fyrir börn sem eru í skólabíl og þurfa að aka langa vegalengd er gott að vera með auka nesti sem þau mega borða í skólanum áður en þau fara í skólabíl.

 

Það verða ávextir í boði.

Ekki verða íþróttir eða sund.

Salerni verða merkt fyrir hvern hóp.

Það verða frjálslestrarbækur inn í hverri bekkjastofu, munum ekki fara á bókasafnið.

Gera má ráð fyrir auknu heimanámi hjá mið- og unglingastigi, þó sérstaklega unglingastigi.  

 

Árshátíð mun frestast og getum við ekki ákveðið nýja dagsetningu í dag, það verður að koma í ljós en búið er að ákveða að fyrirkomulag hennar verður með breyttu sniði. Leiksýningin verður án áhorfenda í sal og verður hún tekin upp, sett inn á YouTube reikning skólans og slóðin send á nemendur og forráðamenn. Fjölskyldur geta þá horft saman heima á leiksýninguna.

 

 Á skóladagatali er starfsdagur 11.nóvember en hann mun falla niður og munu nemendur mæta í skólann þann dag.